top of page

Nátturuskólinn

Námsskrá

Í skólanámskrá Náttúruskólans má finna upplýsingar um þær smiðjur sem í boði eru innan
skólans. Stuttar lýsingar eru á hverri smiðju fyrir sig og markmið þeirra eru kynnt þannig að
þátttakendur og forráðamenn hafi góða hugmynd um í hverju þær felast.
Markmið smiðjanna eru síðan tengd við hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 (og aðalnámskrá framhaldsskólanna í þeim tilvikum sem það á við) enda samtvinnast markmið Náttúruskólans og grunnskólanna í öllum smiðjunum. Markmiðin eru tengd við hæfniviðmið 4., 7. og 10. bekkjar en eru að sjálfsögðu aðlöguð hverjum þátttakendahópi fyrir sig.

bý.jpg

Býflugur

Hér læra  um áhrif býflugna í náttúru og þau áhrif á líf fólks ef býflugur hverfa úr náttúrunni. Þau fá líka tækifæri til að kynnast þeim heillandi heimi sem býflugur búa yfir og margvíslegum og ólíkum afurðum sem þær framleiða. 

Davinsi.jpg

DaVinci brú

Í þessari smiðju læra börn og ungmenni að byggja brú, án þess að nota nagla eða spotta, til þess að hún standi

Höggva.jpg

Eldiviður

Í þessari smiðju læra börn og ungmenni að kljúfa við með exi og að kveikja eld

hestar.jpg

Hestar

Í þessari smiðju fá börn og ungmenni að umgangast hesta, fara á bak, læra um hestana, t.d. þróunarsögu, skynfæri, liti, gangtegundur o.fl. Þau læra að teyma og margt fleira. Námskeiðið fer fram í fallegri náttúru og eftir kynningu eru hestarnir undirbúnir fyrir sameiginlega reið og farið er í göngutúr með 1-3 hesta. Þátttakendur skiptast á að fara á bak og hinir njóta útivistar á meðan.

sig3.jpg

Hnútar, línuvinna og sig

Í þessari smiðju fá börn og ungmenni að kynnast helstu hnútum, búnaði og vinnuaðferðum við klettasig.

kveikja.jpg

Kveikja bál

Í þessari smiðju læra börn og ungmenni að kveikja má með öruggum hætti. Þau læra hvað þarf til að kveikja bál og hvernig á að slökkva það. Þá læra þau að umgangast eld af öryggi.

rötun1.jpg

Rötun

Í þessari smiðju læra börn og ungmenni á áttavita, um höfuðáttirnar, að koma sér á ákveðinn stað eftir leiðbeingum og að lesa á kort. Þátttakendur fá áttavita og útskýrt er fyrir þeim hvernig þeir virka. Farið er með þau í gönguferð og þau látin fara ákveðið langt, í ákveðnar áttir.

Skyndihjálp1.jpg

Skyndihjálp

Í þessari smiðju fá börn og ungmenni kennslu í því hvernig bregaðst skal við, ef slys verða þegar þau eru langt frá byggð

stafrænar1.jpg
stafrænar1.jpg

Stafrænar loftslagsaðgerðir

This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content and make sure to add any relevant details or information that you want to share with your visitors.

súrr2.jpg

Súrra

Orðið súrra merkir hér að hnýta saman spýtur eða súlur með snæri. Í þessari smiðju læra börn og ungmenni að búa til skýli.

sveppir.jpg

Sveppir

Í þessari smiðju læra börn og ungmenni að taka eftir í umhverfinu og að greina nokkrar algengar sveppategundir

kerti.jpg

Tólgarkertagerð

Í þessari smiðju fá nemendur fræðslu um tólgarkerti fyrri tíma, hvernig þau voru unnin frá grunni. Þessi smiðja er oft kennd samhliða eldsmiðju, því unnið er á opnum eldi. Þátttakendur fá að eiga kertin sín að verki loknu

tálgun.jpg

Tálgun

Í þessari smiðju læra börnin og ungmennin að  beita tálguhníf og velja efni til að tálga.

Tré.jpg

Tré

Í þessari smiðju er fjölbreytt fræðsla um tré og hvaða hlutverki þau gegna fyrir umhverfi, náttúru og samfélag.

úteldun.jpg

Útieldun

Í þessari smiðju læra börn og ungmenni að undirbúa og elda einfalda rétti fyrir opnum eldi og/eða á prímus og að borða saman. Þessi smiðja er oft kennd samhliða eldsmiðju

bottom of page