Nátturuskólinn
Námsskrá
Í skólanámskrá Náttúruskólans má finna upplýsingar um þær smiðjur sem í boði eru innan
skólans. Stuttar lýsingar eru á hverri smiðju fyrir sig og markmið þeirra eru kynnt þannig að
þátttakendur og forráðamenn hafi góða hugmynd um í hverju þær felast.
Markmið smiðjanna eru síðan tengd við hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 (og aðalnámskrá framhaldsskólanna í þeim tilvikum sem það á við) enda samtvinnast markmið Náttúruskólans og grunnskólanna í öllum smiðjunum. Markmiðin eru tengd við hæfniviðmið 4., 7. og 10. bekkjar en eru að sjálfsögðu aðlöguð hverjum þátttakendahópi fyrir sig.

Hestar
Í þessari smiðju fá börn og ungmenni að umgangast hesta, fara á bak, læra um hestana, t.d. þróunarsögu, skynfæri, liti, gangtegundur o.fl. Þau læra að teyma og margt fleira. Námskeiðið fer fram í fallegri náttúru og eftir kynningu eru hestarnir undirbúnir fyrir sameiginlega reið og farið er í göngutúr með 1-3 hesta. Þátttakendur skiptast á að fara á bak og hinir njóta útivistar á meðan.