top of page
kerti.jpg

Tólgarkertagerð

Í þessari smiðju fá nemendur fræðslu um tólgarkerti fyrri tíma, hvernig þau voru unnin frá grunni. Þessi smiðja er oft kennd samhliða eldsmiðju, því unnið er á opnum eldi. Þátttakendur fá að eiga kertin sín að verki loknu

Markmið

  • Að fræða um tólgarkerti fyrri tíma, frætt um það hvernig þau voru unnin, frá grunni og kveikur spunninn úr fífum sem mýsnar fræhreinsuðu í skjóli nætur

  • Að tengja gerð tólgarkerta við sjálfbærni, nýtni og dýrmæti ljóssins og birtunnar í torfbæjum fyrri alda

  • Að kenna hvernig tólgarkerti eru búin til, með því að dýfa kertum, en það krefst ákveðinnar vandvirkni og þolinmæði

  • Að vinna með tólg af svæðinu, ýmist af hreindýrum, nautum eða geitum.

-----------------------------------

Hér má sjá tengingu milli smiðjunnar Tólgarkertagerð og hæfniviðmiða úr Aðalnámskrá grunnskóla fyrir 4., 7. og 10. bekk. Smiðjan vekur áhuga á sögulegri þekkingu, sjálfbærni, efnisnotkun og handverki.

4. bekkur

7. bekkur

10. bekkur

bottom of page