
Rötun
Í þessari smiðju læra börn og ungmenni á áttavita, um höfuðáttirnar, að koma sér á ákveðinn stað eftir leiðbeingum og að lesa á kort. Þátttakendur fá áttavita og útskýrt er fyrir þeim hvernig þeir virka. Farið er með þau í gönguferð og þau látin fara ákveðið langt, í ákveðnar áttir.
Markmið
Að þekkja grunnhugmyndina á bak við áttavita og hvernig hann virkar, nálið, húsið (og spegillinn, ef tími vinnst til)
Að kenna um höfuðáttirnar og tryggja að þau geti notað áttavita til að finna út í hvaða átt ákveðnir hlutir eru.
Að kenna notkun á áttavita til að koma sér á ákveðinn stað eftir leiðbeiningum.
Að kenna kortalestur, ræða hvernig þau virka, skoða hæðalínur o.fl.
-------------------------
Hér má sjá tengingu milli smiðjunnar Rötun og hæfniviðmiða úr Aðalnámskrá grunnskóla fyrir 4., 7. og 10. bekk. Smiðjan eflir rýmisgreind, hagnýta notkun áttavita og korta, og öryggi í náttúru.
