
Býflugur
Nemendur læra um áhrif býflugna í náttúru og þau áhrif á líf fólks ef býflugur hverfa úr náttúrunni. Þau fá líka tækifæri til að kynnast þeim heillandi heimi sem býflugur búa yfir og margvíslegum og ólíkum afurðum sem þær framleiða. Smiðjan eykur félagsgreind, sjálfstraust, virkni nemenda og þjálfun í samvinnu þar sem allir finna sína styrkleika. Smiðjan hjálpar þeim að skilja samspil manns og náttúru, kveikir áhuga þeirra og eykur virðingu fyrir náttúrunni til framtíðar, með lifandi fræðslu úti í náttúrunni
Markmið
-
Að læra um líf þernu, dróna og drottningar í búinu, hlutverk þeirra og tilgang
-
Að læra um æviskeið býflugunnar, frá eggi að flugu
-
Að þátttakendur fái að sjá inn í bú og fái að handleika vaxaða ramma
-
Að læra um ólík klakhólf, þernu, dróna og hunangs
-
Að kynnast fæðu býflugna, frá blómasafa og frjói að býbrauði og hunangi
-
Að lykta af, snerta og smakka hunang
-
Að kynnast muninum á sykurvatnshunangi og ekta blómasafa hunangi
-
Að gera tímalínu verkefni um æviskeið býflugna
-
Að kynnast ósara, rammasmíði og fara í býgalla
Hér fyrir neðan má sjá tengingu milli smiðjunnar Súrra og hæfniviðmiða úr Aðalnámskrá grunnskóla fyrir 4., 7. og 10. bekk. Smiðjan snýst um hagnýta færni, samvinnu og lausnamiðaða hugsun í náttúrulegu samhengi.