top of page


Styrkveiting frá Soroptimistum
Náttúruskólinn veitti á dögunum viðtöku rausnarlegum styrk, frá Soroptimistum á Austurlandi, sem ætlað er að renna í námskeið fyrir börn með sérþarfir. Það er okkur mikill heiður að fá slíkan styrk inn í starfið okkar Námskeið af þessum toga, Skapandi Útiverur þar sem list- og náttúrumeðferð var beitt til að efla sjálfstæði, seiglu, samskiptafærni og hugrekki barna með sérþarfir var haldið síðastliðið haust og tókst dásamlega. Það er okkur því mikil ánægja að geta boðið uppá
natturuskolinn
1 day ago1 min read


Örnámskeið með leikskólastarfsfólki
Náttúruskólinn sinnir með björtu brosi á vör, ýmiskonar fræðslu- og hugvekjustarfi með starfsfólki leik- og grunnskóla. Nú á dögunum áttum við stórskemmtileg örnámskeiðsmorgunstund með starfsfólki leikskólans Tjarnarskógar. Sköpunarkraftur og leikgleði í fyrirrúmi en þátttakendur fengu að spreyta sig í útieldun, snjóverusköpun og leik með náttúrulegan og opin efnivið. Það var því mikið fjör og ljúfur varðeldalummuangan sem lagði um leiksvæði leikskólans þennan morgun. Auk þes
natturuskolinn
1 day ago1 min read


Nordic Thematic Seminar
Um miðjan nóvember tóku þau Hildur Bergsdóttir og Ásmundur Máni Þorsteinsson þátt fyrir hönd Náttúruskólans í Nordic Thematic Seminar sem fram fór í Helsinki í Finnlandi Þarna er um að ræða norræna Erasmus + tengslaráðstefnu þar sem starfsfólk sem tekur virkan þátt í Erasmus + verkefnum á sæti. Um 140 manns voru á ráðstefnunni sem snéri að virkri samvinnu og tengslum milli Norðurlandanna innan Erasmus + Náttúruskólinn stóð fyrir tveimur slíkum verkefnum á yfirstandandi tímab
natturuskolinn
1 day ago1 min read


Haustannir útipísla og -púka
Útivistarnámskeið Náttúruskólans og UMF Þristar voru vel sótt og viðburðarík í haust. Útipíslir 1.-2. bekkur og Útipúkar 3.-6. bekkur hafa brasað heil ósköp, vaxið og dafnað undir berum himni. September var vel nýttur í hjólaferðir og þar var heldur betur tekist á við brekkur, mótvind, drullu og ýmis ævintýri og engin ferð með ferðum nema fólk kæmi skítugt og svolítið svangt til baka. Október nýttist í gönguferðir þar sem saman fór náttúruskoðun og -læsi ásamt þjálfun í því a
natturuskolinn
1 day ago1 min read
Fréttir eftir
efnisatriðum
bottom of page
