top of page
Kennaranámskeið2.jpg

Kennaranámskeið

Náttúruskólinn býður uppá ýmis námskeið og styttri hugvekjur og kveikjur fyrir kennara sem vilja efla sig í útinámi, óformlegum kennsluaðferðum, hópefli og samvinnuæfingum.

Náttúruskólinn hefur boðið upp á helgarnámskeið í Óbyggðasetrinu þar sem kennarar á leik- og grunnskólastigi dvöldu heila helgi, kynntust áherslum reynslu- og ævintýranáms, fengu þjálfun í tálgun, útieldun, rötun, súrri, náttúrusköpun og fleiru sem unnt er að nýta í útinámi með börnum og fengu fræðslu um nýtingu samvinnuleikja og hópeflis í námi.

 

Náttúruskólinn heimsótti einnig í samstarfi við Múlaþing, alla grunnskóla sveitarfélagsins og bauð uppá örnámskeið í útikennslu. Um var að ræða 3 klst langt námskeið þar sem þátttakendur fengu innsýn í hugmyndafræði og verkfærakistu Náttúruskólans, fengu stuttar vinnusmiðjur í súrri, tálgun, brúargerð og samvinnuleikjum svo dæmi séu tekin.

Hafið samband fyrir nánari upplýsingar

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • Instagram
bottom of page