top of page
hestar3.jpg

Hestar

Í þessari smiðju fá börn og ungmenni að umgangast hesta, fara á bak, læra um hestana, t.d. þróunarsögu, skynfæri, liti, gangtegundur o.fl. Þau læra að teyma og margt fleira. Námskeiðið fer fram í fallegri náttúru og eftir kynningu eru hestarnir undirbúnir fyrir sameiginlega reið og farið er í göngutúr með 1-3 hesta. Þátttakendur skiptast á að fara á bak og hinir njóta útivistar á meðan.

Markmið

Að læra að umgangast hesta

Að upplifa líkamlega tengingu við hrossin með bættri hreyfigetu, hreyfihvatningu, þjálfun fín- og grófhreyfinga, jafvægi og líkamsflýti

Að upplifa tilfinningalega og vitræna tengingu við hrossin, með því að fá aukið sjálfstraust, sigrast á ótta og bæta einbeitingu

Að upplifa tengsl við aðra lifandi veru í náttúrunni

Að læra grundvallaratriði um þróunarsögu, eðli, skynfæri hestsins og eðlileg viðbrögð hans sem flótta- og hópdýr

Að læra um liti, fóðrun, stærð á mismunandi hestakynjum, heiti á helstu líkamshlutum

Að læra um gangtegundir og sérstöðu íslenska hestsins

Að læra hvernig á að umgangast hesta, kemba, taka upp hófa, teyma, finna og njóta hreyfinga hestsins

Að framkvæma jafnvægisæfingar á hestbaki og framkvæma byrjunaræfingar fyrir rétt taumhald og ásetu

-----------------------------------------

Hér má sjá tengingu milli smiðjunnar Hestar og hæfniviðmiða úr Aðalnámskrá grunnskóla fyrir 4., 7. og 10. bekk. Smiðjan tengir saman líkamlega, félagslega og tilfinningalega færni með náttúru- og dýranámi.

4. bekkur

7. bekkur

10. bekkur

bottom of page