
Ævintýranámskeið Náttúruskólans
Fjölskylduhelgi í Óbyggðasetrinu

Einn af föstu viðburðum Náttúruskólans er fjölskylduhelgi í Óbyggðasetrinu. Þar fá krakkar og foreldrar að kynnast starfi skólans, taka þátt í alls skyns hópefli, fara á hestbak og njóta sín saman. Gist er eina til tvær nætur í Óbyggðasetrinu.
Dýrafjör Náttúruskólans

Dýranámskeið Náttúruskólans er skipulagt í samstarfi við hina ýmsu sérfræðinga á Austurlandi. Það skiptist á fimm laugardaga, 10:00 - 14:00 þar sem hópurinn fer í heimsóknir á mismunandi staði og lærir um býflugur, fugla, hreindýr, og húsdýr, þ.a.m. um geitur og hesta.
Skapandi útivera

Námskeið þar sem aðferðum list- og náttúrumeðferðar er beitt til að auka seiglu, sjálfstraust, samvinnu, sköpunargleði og sjálfstæði barna með sérþarfir.
Útipúkar

Útipúkar er útivistarnámskeið fyrir börn 9-12 ára í samstarfi við Þristinn. Þristur hóf útipúkastarfið árið 2018 og Náttúruskólinn stökk inn í samstarf 2024. Námskeiðin eru mánaðarlega allan veturinn og unnið með fjölbreytt þemu. Hér þarf ávallt að skrá sig hratt því plássin fara fljótt.
Rætur og rótaskot

Rætur og rótaskot er námskeið sem er styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneyti. Markhópur þessa námskeið eru börn 9-12 ára af erlendum uppruna og búsettá Austurlandi. Á þessu námskeiði nýtum við aðferðir list- og náttúrumeðferðar til að vinna með sjálfsmynd, samskipti, seiglu og auka tengsl við íslenskt samfélag.
Unglingar í óbyggðum

Óbyggðaleiðangur í tjaldi með unglinga er ekkert slor. Hér er helst unnið með samvinnu og seiglu á meðan gengið er frá Óbyggðasetrinu upp að Laugarfelli við Snæfellsrætur. Allt á bakinu og enginn kvartar. Svona næstum.
Störnudagur Náttúruskólans

Notaleg náttúrusamverustund í sveitinni fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra sem vegna sérþarfa, fötlunar, veikinda eða annars eiga erfitt með að nýta sér ,,hefðbundið" starf Náttúruskólans. Dagskrá, verkefni og ákefð dagsins miðar að því að allir geti notið sín á sínum forsendum
