
Frá kind til klæða
Í þessari smiðju fræðast börn og ungmenni um ull og tóvinnu. Þátttakendur fá að handleika ullina, skilja muninn á þeli og togi og prófa sig áfram með fjölbreytta vinnu.
Markmið
Að læra um íslensku ullina og einstaka eiginleika hennar
Að fræðast um það hvernig ull var unnin hér áður fyrr em ullarkömbum og halasnældu
Að læra um mikilvægi sauðkindarinnar fyrir afkomu Íslendina
Að læra hvernig ullin og afurðir hennar voru gjörnýttar til að halda lífi og hita á kynslóðum fyrri tíma.
Að prófa að handleika ullina og læra um muninn á togi og þeli
Að prófa sig áfram með aað kempa, lyppa og spinna
Að læra að skilja tengingu við sjálfbærni, hraðtískuiðnað, nýtni og nægjusemi
-----------------------------
Hér má sjá tengingu milli smiðjunnar Frá kind til klæða og hæfniviðmiða úr Aðalnámskrá grunnskóla fyrir 4., 7. og 10. bekk.. Smiðjan sameinar náttúru- og menningarfræðslu með verklegri og listrænni sköpun og leggur áherslu á sjálfbærni, hefðir og tengsl við umhverfi.
