Fólkið
Teymi Náttúruskólans býr yfir fjölbreyttri menntun, reynslu og hæfni sem styður við alla áhersluþætti skólans. Þar má nefna viðamikla og fjölbreytta reynslu af íþrótta- og tómstundastarfi með börnum, t.d. í gegnum skátastarf, íþróttir og ýmis konar útivist og náttúruupplifanir.

Skólastýra og formaður stjórnar
Hildur Bergsdóttir
Skólastýra og Náttúruskóla-náttúrubarn inn að beini. Útivistareldhugi, félagsráðgjafi með áherslu á náttúrumeðferð, reynslu og ævintýri, fjallaleiðsögukona, landvörður, útivistarþjalfari og jogakennari.

Leiðbeinandi og meðstjórnandi
Bjarki Sigurðsson
Bjarki er einn af stofnendum og aðalleiðbeinendum Náttúruskólans. Hann hefur verið útivistar- og hjólreiðaþjálfari hjá Ungmennafélaginu Þristi í fjölda ára og starfaði sem foringi hjá Skátafélaginu Héraðsbúum 2010 til 2015.

Leiðbeinandi og meðstjórnandi
Ásmundur Máni Þorsteinsson
Máni er gamall skáti (samt unglamb!) Máni starfar sem landvörður, er sjúkraflutningamaður og í björgunarsveit og elskar náttúruna. Hann er líka ómissandi instagramsnillingur og allsherjar reddari skólans.

Meðstjórnandi
Steingrímur Karlsson
Denni er einn af stofnendum og hugmyndasmiðum Náttúruskólans og er einnig fyrrverandi eigandi Óbyggðasetursins. Hann situr í stjórn skólans. Það er óhætt að segja að Náttúruskólinn á útsjónarsemi og drifkraft Denna margtað þakka.

Leiðbeinandi
Lára Guðnadóttir
Lára er nýjasti meðlimur leiðbeinendahópsins og kemur sterk til leiks! Hún er búfræðingur að mennt og rekur geita- og fjárbú með foreldrum sínum. Velkomin í hópinn Lára!

Leiðbeinandi
Þórdís Kristvinsdóttir
Þórdís er fjallaleiðsögumaður með margra ára reynslu af starfi með börnum og unglingum til að mynda í skátum, skólum og ýmsu tómstundastarfi. Rauða hárið og krullurnar lýsa vel hennar stórskemmtilega karakter.

Leiðbeinandi
Gabríel Glói Freysson
Glói er náttúrubarn sem hefur lifað og hrærst í útivist frá því að hann man fyrst eftir sér. Hann er vikapiltur og liðléttingur skólans með meiru og er til aðstoðar í Útipúkum og í hinum ýmsu ævintýraferðum skólans.

Leiðbeinandi
Rafael Rökkvi Freysson
Rökkvi er gamall skáti, mikill áhugamaður um náttúruna og skapandi fram í fingurgóma. Hann starfar sem landvörður á sumrin og skólaliði og borðtennis- og þjálfari á veturna. Rökkvi kemur að kennslu skólahópa og Útipúkanámskeiðum.

Ritari stjórnar
Elsa Guðný Björgvinsdóttir
Elsa Guðný er ritari stjórnar, er ómissandi í auglýsingagerð og alls kyns snúningum í skólastarfinu. Reddari væri betra nafn en ritari.

Peppari og hugmyndasmiður
Bylgja Borgþórsdóttir
Bylgja er kennari að mennt, hafsjór hugmynda og drífandi vítamínsprauta sem er ómissandi í starfi Náttúruskólans.

Ráðgjöf og námsskrá
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Halldóra Dröfn er kennari að mennt en vinnur nú hjá Austurbrú t.d. í barnamenningarstarfi. Hennar reynsla kemur sér afar vel í mótun námsskrár Náttúruskólans og veita faglega ráðgjöf.

Leiðbeinandi
Íris Lind Sævarsdóttir
Íris kemur með listsköpunina inn í starf Náttúruskólans. Hún er listmeðferðarfræðingur og kennari að mennt, náttúrubarn og virðist alltaf vera í góðu skapi !

Leiðbeinandi
Angelika Liebermeister
Angelika kemur sterk inn á ýmis námskeið Náttúruskólan, hlypir börnum á hestbak og kennir þeim allt um undraheim hesta og reiðmennsku.

Leiðbeinandi
Sæunn Sigvaldadóttir
Sæunn er býbóndi, þroskaþjálfi og kennari og kennir nemendum Náttúruskólans allt um heillandi og dularfulla samfélag býflugna.

Gjaldkeri stjórnar
Ingibjörg Jónsdóttir
Ingibjörg er sjálfstætt starfandi umhverfisfræðingur. Hún er gjaldkeri stjórnar og hjálpar til við skipulag starfseminnar og líður hvergi betur en í víðáttunni í óbyggðum með gott kaffi.

Leiðbeinandi
Unnar Aðalsteinsson
Unnar er með mikla reynslu af útvist bæði sem leiðbeinandi og sem þátttakandi á yngri árum. Hann stundar núna nám í Líffræði í HÍ og stekkur inn í hin ýmsu verkefni skólans þegar hann er á svæðinu.

Leiðbeinandi
Katla Torfadóttir
Katla er einn af nýrri leiðbeinendum skólans og hefur stokkið inn í starfið af miklum krafti bæði í verkefnum hérna heima og erlendis. Hún er ljósmyndari skólans og finnst fátt skemmtilegra en að taka myndir úti í náttúrunni.

Gleðigjafi
Míló
Míló starfar sem skólahundur, lukkudýr og gleðigjafi Náttúruskólans. Hann tekur þátt í hinum ýmsu verkefnum skólans af lífi og sál. Míló er hvers manns hugljúfi og veit fátt betra en að leika og njóta úti í náttúrunni.