top of page

Skólaheimsóknir 3. bekkinga

Allir nemendur í 3. bekkjum grunnskóla Múlaþings heimsóttu Náttúruskólann í september. Skóladagurinn þeirra fór fram í skógarangan og fuglasöngi við Blöndalsbúð í Einarsstaðaskógi og þar var nú aldeilis tekið til óspilltra málanna.

Nemendur fengu fræðslu um hesta og brugðu sér á bak, fræddustu um býflugur, lærðu að kveikja og fara með eld og nýta hann í ljúffenga útieldamennsku, skimað var eftir skógarverum og virða þær fyrir okkur í gegnum stækkunarger. Auðvitað gáfum við okkur líka tíma til að leika, ærslast og dáðst að fegurð skógarins.

Comments


bottom of page