Haustheimsóknir 3. bekkja
- natturuskolinn
- Sep 23
- 1 min read

Haustið er gjöfull tími í náttúrunni og í Náttúruskólanum.
Síðustu tvær vikur höfum við tekið á móti öllum þriðju bekkingum úr grunnskólum Múlaþings. Það var sannarlega líf og fjör og skógurinn við Blöndalsbúð tók okkur opnum og ilmandi örmum.

Allir námshóparnir okkar fengu að spreyta sig á að tálga og upplifa undraheim býflugnabúsins, einnig lærðum við að kljúfa eldivið og reyndum fyrir okkur með gneistagjafana, elduðum og poppuðum yfir opnum eldi. Auk þess sem sumir tókust á við trjámælingar með ýmsum aðferðum. Auðvitað var svo rými til að leika, skoða, sulla og njóta sín í náttúrunni. Einn daginn mætti lítil mús líka til leiks og var tekið afar fagnandi.

Frábærir dagar með þriðju bekkingum, við þökkum Múlaþingi fyrir samstarfið og Tanna Travel fyrir aksturinn.




Comments