Nordic Thematic Seminar
- natturuskolinn
- 2 days ago
- 1 min read
Um miðjan nóvember tóku þau Hildur Bergsdóttir og Ásmundur Máni Þorsteinsson þátt fyrir hönd Náttúruskólans í Nordic Thematic Seminar sem fram fór í Helsinki í Finnlandi
Þarna er um að ræða norræna Erasmus + tengslaráðstefnu þar sem starfsfólk sem tekur virkan þátt í Erasmus + verkefnum á sæti. Um 140 manns voru á ráðstefnunni sem snéri að virkri samvinnu og tengslum milli Norðurlandanna innan Erasmus +
Náttúruskólinn stóð fyrir tveimur slíkum verkefnum á yfirstandandi tímabili þ.e. Digital Empowerment in Nature þar sem ungt fólk frá Austurlandi og Ítalíu vann með náttúruljósmyndum, loftslagdsbreytingar og útiveru og Exploring our Roots þar sem ungt fólk af Austurlandi og ungmenni frá Spáni unnu með náttúrutengsl, sjálfbærni, fornar verkaðferðir, nýtni og nægjusemi.
Okkar fólk kom heim með ótal ný og spennandi hugmyndir, tengsl og verkfæri í farangrinum og gaman að sjá hvert það mun leiða á nýju ári!





Comments