Styrkveiting frá Soroptimistum
- natturuskolinn
- 2 days ago
- 1 min read
Náttúruskólinn veitti á dögunum viðtöku rausnarlegum styrk, frá Soroptimistum á Austurlandi, sem ætlað er að renna í námskeið fyrir börn með sérþarfir. Það er okkur mikill heiður að fá slíkan styrk inn í starfið okkar
Námskeið af þessum toga, Skapandi Útiverur þar sem list- og náttúrumeðferð var beitt til að efla sjálfstæði, seiglu, samskiptafærni og hugrekki barna með sérþarfir var haldið síðastliðið haust og tókst dásamlega.
Það er okkur því mikil ánægja að geta boðið uppá annað námskeið fyrir þennan markhóp á vordögum.
Soroptimistar hafa til viðbótar ánafnað Náttúruskólanum ágóða af sölu Kærleikskúlunnar hér eystra í ár.
Við þökkum Soroptimistum kærlega fyrir að leggja starfinu okkar lið!





Comments