Örnámskeið með leikskólastarfsfólki
- natturuskolinn
- 2 days ago
- 1 min read
Náttúruskólinn sinnir með björtu brosi á vör, ýmiskonar fræðslu- og hugvekjustarfi með starfsfólki leik- og grunnskóla. Nú á dögunum áttum við stórskemmtileg örnámskeiðsmorgunstund með starfsfólki leikskólans Tjarnarskógar. Sköpunarkraftur og leikgleði í fyrirrúmi en þátttakendur fengu að spreyta sig í útieldun, snjóverusköpun og leik með náttúrulegan og opin efnivið. Það var því mikið fjör og ljúfur varðeldalummuangan sem lagði um leiksvæði leikskólans þennan morgun. Auk þess var kynning á starfi Náttúruskólans og ýmsar hugmyndir í útikennslu kynntar og ræddar.






Comments