top of page

Náttúruupplifun með hestum

Náttúruskólinn og UMF Þristur kynna nýtt námskeið fyrir börn í 1.-2. bekk sem fram fer á fimmtudögum í mars. Þetta er nýtt námskeið fyrir börn sem elska dýr/ hesta og útivist.

Námskeiðið fer fram í fallegri náttúru í kringum Iðavelli / Vallanes.


Við fræðumst um grundvallaratriði í sambandi við hesta og förum svo í göngutúr saman með 2 hesta. Börnin skiptast á að teyma (með hjálp) og að fara á bak. þar er hægt að upplifa margt skemmtilegt: að finna og njóta hreyfingar hestsins, að framkvæma jafnvægisæfingar og ( fyrir þau sem vilja ) að læra byrjunaræfingar fyrir rétt taumhald og ásetu. Aðaláherslan er að eiga gleðistund úti og að njóta bæði náttúrunnar og samverunnar með hestinum.


Leiðbeinandi:

Angelika Liebermeister, tamningamaður FT og reiðkennari IPZV , útskrifaður leikskólakennari og sérkennari í Þýskalandi og í „Therapeutic riding“ hjá SGTR Sviss.


Skráning er hafin á Abler undir Þristur.


ree

 
 
 

Comments


bottom of page