Nýtt útipúkanámskeið Þristar og Náttúruskólans
- natturuskolinn
- Nov 12, 2024
- 1 min read
Útipúkanámskeið Þristar og Náttúruskólans slógu rækilega í gegn í haust. Öll námskeið fylltust á augabragði og biðlistar mynduðust. Við höfum því ákveðið að bjóða uppá aukanámskeið á miðvikudögum, frá og með desember og fram á vor. Um er að ræða fjölbreytt útivistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára, þar sem áhersla er lögð á virkni, samvinnu, þekkingu á og virðingu fyrir náttúrunni, sköpun og gleði. Námskeiðið verður á miðvikudögum kl 17-18:30.
Mánuðir eru þemaskiptir og því hægt að skrá sig í stök námskeið eða vera með allan veturinn. Þemaskipting mánaða er svona, þó með fyrirvara um breytingar:
Desember - Jólaföndur og kertagerð
Janúar - Snjóævintýri, sleðaferðir, snjósköpun og fleira
Febrúar -Gönguskíði
Mars - Víkinganámskeið
Apríl - Listsköpun í náttúrunni
Maí - Villielduhúsið, útieldunarnámskeið.
Leiðbeinendur vetrarins verða okkar einstöku reynsluboltar þau; Hildur Bergsdóttir, Þórdís Kristvinsdóttir, Bjarki Sigurðsson, Sæunn Sigvaldadóttir og Ásmundur Máni Þorsteinsson auk aðstoðarfólks.

Comments