top of page

Skapandi útivera

Updated: Aug 6

ree

Þann 18. ágúst hefst afar spennandi námskeið á vegum Náttúruskólans þar sem aðferðum list- og náttúrumeðferðar er beitt til að auka seiglu, sjálfstraust, samvinnu, sköpunargleði og sjálfstæði barna með sérþarfir.


Námskeiðið nýtur stuðnings frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og er sérstaklega ætlað börnum 8-12 ára, sem af einhverjum sökum þurfa aukinn stuðning til tómstundaþátttöku.


Námskeiðstímabil

Námskeiðið fer fram  á tímabilinu 18. ágúst- 20. september og samanstendur annars vegar af skapandi myndlistar- og náttúrutímum á mánudögum kl 16:30-18:00 (18. og 25. ágúst, 1, 8., og 15. september) í nágrenni Egilsstaða og tveimur lengri dögum sem helgaðir verða skapandi útivistarævintýrum laugardagana 30. ágúst - Skapandi skógarferð í Hallormsstaðaskóg og 20. september - Uppskeruferð og hestaævintýri á Geirastöðum í Hróarstungu.

ree

Leiðbeinendur:

 Íris Lind Sævarsdóttir myndlistarkennari, listmeðferðarfræðingur og jógakennari

Hildur Bergsdóttir félagsráðgjafi með sérhæfingu í náttúrumeðferð og reynslunámi, fjallaleiðsögukona, útivistarþjálfari, landvörður  og jógakennari.

Sæunn Sigvaldadóttir þroskaþjálfi, kennari og býflugnabóndi.

Auk þess verður aðstoðarfólk til stuðnings eftir þörfum.


Verð

Námskeiðið er sem fyrr segir styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu og þátttakendur greiða því eingöngu 5000 kr staðfestingargjald við skráningu. Innifalið er öll kennsla, efniskostnaður og rútuferð í Geirastaði.


Skráning



 
 
 

Comments


bottom of page