Skógardagurinn mikli
- natturuskolinn
- Jun 24
- 1 min read
Það var sannarlega líf og fjör á Skógardaginn mikla en þar sá Náttúruskólinn ásamt Land og skógi um barnadagskrá fyrir þau fjölmörgu börn sem lögðu leið sína í skóginn þennan dag.

Þátttakendur fengu að spreyta sig í skógarþrautabraut, grilla ormabrauð á opnum eldi, kljúfa við, skreyta viðarskífur, tálga og skyggnast inn í undraheim býflugnabús. Auk alls þessa var glæsileg dagskrá á sviðinu í Mörkinni og kræsingar að hætti skógarbænda. Stórskemmtilegur dagur og erum strax farin að hlakka til hans aftur að ári.





Comments