Stafrænar lausnir í loftslagsvanda
- natturuskolinn
- May 23
- 1 min read

Ungmennahópur frá Náttúruskólanum hefur í vetur tekið þátt í afar mikilvægu og lærdómsríku verkefni með Gunnarsstofnun og Vatnajökulsþjóðgarði undir stjórn Skúla Björns Gunnarssonar forstöðumanns Gunnarsstofunnar, þar sem unnið var með stafræna tækni í náttúruvöktun og minjaskráningu og- varðveislu.
Í lok janúar stóð ungmennahópurinn fyrir viðburði í Sláturhúsinu þar sem þau sýndu og sögðu frá afrakstrinum. Vinna ungmennanna fólst m.a. í að kortleggja sögu Fljótshúsins við Brekku og setja upp í þrívíddarsýn sem þau sýndu gestum og gangandi í VR gleraugum.
Auk þess sagði unga fólkið okkar frá þátttöku í Erasmus + verkefninu Digital Empowerment in Nature sem Náttúruskólinn tók þátt í ásamt ítölsku samtökunum Il Casetto dei Sogni en þar var einnig unnið með loftslagsvanda, sjálfbærni og stafrænar lausnir.
Góðir gestir stigu einnig á stokk þau Guðrún Smith fræðslustjóri Landverndar með loftslagshugvekjuna Leiðtogar umbreytinga og Ásmundur Máni Þorsteinsson landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði og sagði frá hvernig stafræn tækni er nýtt í vöktun innan þjóðgarðsins.
Hjartans þakkir fyrir samstarfið og hjálpina Vegahúsið, Óbyggðasetrið, Skriðuklaustur og Snæfellsstofa.
Viðburðurinn var styrktur af Sóknaráætlun Austurlands




Comments