Stjörnudagur
- natturuskolinn
- May 12, 2024
- 1 min read
Fyrsti en vonandi alls ekki síðasti Stjörnudagur Náttúruskólans fór fram í dag. Dagurinn er ætlaður nemendum með fatlanir og/eða sérþarfir sem eiga af þeim sökum erfitt með að taka þátt í almennu starfi skólans.
Stjörnudagurinn fór fram á Lynghóli í Skriðdal þar sem við kíktum á leikglaða kiðlinga, litum í sauðburð, fræddumst um býflugur, föndruðum kerti og sitthvað fleira og fengum okkur auðvitað hressingu við eldinn.
Hjartans þakkir fyrir höfðinglegar móttökur Geitagott og takk fyrir stuðninginn Héraðsverk
Comments