top of page

Unglingarnir í skóginum

Allir 9. bekkingar í grunnskólum Múlaþings heimsóttu Náttúruskólann í haust.

Við nýttum skólarjóðrið okkar skjólsæla, í Hallormsstaðaskógi og þar lá súkkulaðiilmur í loftinu og hlátrasköll heyrðustu um allan skóg.


Boðið var uppá fjölbreyttar vinnusmiðjur þar sem:

Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir býflugnabóndi fræddi um býflugur og allt þeirra ötula samstarf og heillandi samfélag.

Hildur Bergsdóttir fjallaleiðsögukona og landvörður var með inngang að klettasigi, kenndi hnúta og handbrögð.

Bjarki Sigurðsson skógarhöggs- og handverksmaður sýndi hvernig höggva á eldivið, hlaða köst og tendra í með gneistagjafa.


Þríréttað var í hádeginu og heimsmálin rædd við eldinn meðan maturinn mallaði.

Eldeðlu, súkkulaðivefjum, tortia og súkkulaðibönönum með rjóma voru gerð góð skil áður en nemendur snéru saddir og sælir til síns heima.

Comments


bottom of page