Ævintýrahelgi Útipúka
- natturuskolinn
- Aug 23, 2024
- 1 min read
Náttúruskólinn stendur í samstarfi við ungmennafélagið Þristinn fyrir útivistarnámskeiðinu Útipúkar fyrir börn á aldrinum 8-12 ára.
Útipúkar hafa tekið sér ýmislegt fyrir hendur í vetur en hópurinn hittist einu sinni í viku, en rúsínan í pylsuendanum á vetrarstarfinu er ævintýrahelgi sem hefur verið beðið með mikilli óþreygju. Helgin stóð svo sannarlega undir nafni því Útipúkar fjölmenntu í Hjaltalund og slógu þar upp tjaldbúðum, nutu náttúrunnar og tóku þátt í ýmiskonar vinnusmiðjum og brá á fróðleik.
Dýra- og plöntulíf skoðað og teiknað, áttavitinn myndaður til að átta sig á áttunum, byggðar misstæðilegar DaVinci brýr, eðlisfræðin nýtt til að búa til regnboga í krukku.
Gómsætar og glóðasteiktar pizzur ívoru eldaðar á varðeldinum, helstu handbrög við tálgun æfð og lært að bregðast við og nýta skyndihjálp verði óhapp í óbyggðum.
Þessi helgi rammaði sannarlega fallega inn starf vetrarins og dýrmætt að fylgjast með útipúkunum okkar vinna sigra af öllum stærðum og gerðum, eiga notalegar stundir í náttúrunni, vinna saman af allskonar verkefnum þar sem þægindaramminn, sjálfstæðið, sjálfstraustið og samskiptaþroskinn stækkuðu til muna.
Frábæru Útipúkanámskeiði lokið og við erum strax farin að hlakka til þess næsta, sem verður vonandi í haust.
Comments