Viðburðarríkur Útipúka og -píslavetur
- natturuskolinn
- May 23
- 1 min read

Útivistar- og tómstundastarf Náttúruskólans og UMF Þristar sló sannarlega í gegn í vetur en ríflega 60 börn tóku virkan þátt í því starfinu okkar.
Mikið var brasað og brallað þennan veturinn. Boðið var upp á mánaðarlöng námskeið þar sem hver mánuður hafði sitt þema og þar var fjölbreytnin í fyrirrúmi; gönguferði, náttúruskoðun, snjóævintýri, sleðabrun, gönguskíði, skautaferðir, listsköpun í náttúrunni, villieldun og víkingahefðir svo eitthvað sé nefnt.

Útivistarstarf Náttúruskólans og UMF Þristar hefur sannað gildi sitt svo um munar, þar er hvorki lögð áhersla á árangur eða keppni heldur fyrst og síðast að njóta náttúru, útiveru og samvista. Læra að þekkja og virða sjálfan sig, aðra og náttúruna. Leikur, gleði og uppgötvanir eru einnig stór þáttur í útivistarstarfinu.
Þetta árið var boðið uppá námskeið annars vegar fyrir Útipíslir í 1. og 2. bekk og hins vegar fyrir Útipúka í 3.-6. bekk.
Verið er að skoða að bæta við námskeiði fyrir unglingastig næsta vetur og vonandi tekst okkur það því ekki skortir áhugann.

Comments