Útiverur - vinnusmiðja fyrir leikskólastarfsfólk
- natturuskolinn
- Nov 26, 2024
- 1 min read
Náttúruskólinn tók þátt í fjölmennri og fjölbreyttri endurmenntunardagskrá sem Múlaþing bauð starfsfólki leikskóla sveitarfélagsins uppá á starfsdögum leikskólanna.
Náttúruskólinn sá um vinnumsmiðjuna Útiverur en þar gafst leikskólastarfsfólki kostur á að kynnast starfi, gildum, verkfærum og hugmyndafræði Náttúruskólans, læra nokkra útivistarleiki, prófa mismunandi aðferðir til að vinna með snjó með skapandi hætti, kynnast útieldun og ýmsum verkfærum við útikennslu.
Vinnusmiðjan var hin skemmtilegasta enda nemendurnir bæði áhugasamir og leikglaðir með endemum og úr varð því afar fróðleg og fjörug stund.





Comments