top of page

Útivistardagur í Egilsstaðaskóla

Náttúruskólinn tók í dag þátt í útivistardegi 1.-4. bekkjar í Egilsstaðaskóla og þvílík útiverugleði!

Nágrenni skólans bókstaflega iðaði af lífi, áhuga og leikgleði þar sem um 150 nemendur lærðu hnúta, fræddust um býflugur, tálguðu og sköpuðu, skruppu á hestbak, spreyttu sig á víkingaþrautum, fóru í ratleik, frisbígolf, náttúrubingó, gaumgæfðu skordýr í smásjá, bökuðu eldlummur og hvað eina.

Það þarf ekki alltaf að fara langt til að rata í ævintýri.

Comments


bottom of page