Útivistarstarf Náttúruskólans og UMF Þristar
- natturuskolinn
- Jul 29
- 2 min read
Skráning er hafin í haust/vetrarnámskeið UMF Þristar & Náttúruskólans og fer fram á Abler undir Þristur.

Í vetur verða í boði þrír aldursflokkar:
Útípíslir 1.-2. bekkur - Þriðjudagar kl 14:30-16:00 í Selskógi
Útipúkar 3.-6. bekkur -Tveir hópar í boði annarsvegar á þriðjudögum kl 17-18:30 og hinsvegar á miðvikudögum á sama tíma
Nýjasta viðbótin okkar Útiverur 7.-10. bekkur

Útipíslir og Útipúkar verða með hefðbundnu sniði, þar vinnum við með ákveðið þema í hverjum mánuði:
September- Hjólreiðar og útivist
Okóber - Gönguferðir og útivist
Nóvember - Tálgun og handverk
Nóvember - Vetrarævintýraferð - fyrir þau sem hafa taka þátt í starfinu
Desember - Náttúrujólaföndur
Janúar - Gönguskíði
Febrúar - Sleðafjör
Mars - Náttúrulistsköpun
Apríl - Fornar verkaðferðir
Maí - útieldun og skýlagerð
Maí/Júní- Sumarævintýraferð fyrir þau sem hafa tekið þátt í starfinu.
Hægt er að velja staka mánuði eða allt tímabilið. Verð fyrir hvern mánuð er 20.000 kr.
ATH þeim sem vilja nýta tómstundastyrk sveitarfélagsins er bent á að hafa samband við Íþrótta- og tómstundafulltrúa Múlaþings.

Útiverur sem fara fram tvo fimmtudaga í mánuði kl 17-18:30 (á móti ungliðastarfi Björgunarsveitarinnar) fara að auki eina lengri ferð í mánuði ýmist dagsferðir eða yfir nótt. Verð per mánuð 25.000 kr.
Í þessum tímum verður tekist á við fjölbreytta og meira krefjandi útivist og farið dýpra í náttúruskoðun og -læsi. Við verðum í samstarfi við Björgunarsveitina á Héraði og Náttúrustofu Austurlands og fáum að kynnast þeirra störfum. En það verður líka nóg af leikjum og útivistargleði - nokkurskonar Útipúkar-Turbó
Þjálfarar í vetur verða Útivistarteymið okkar góða sem samanstendur af þrautreyndu útivistarfólki, fjallaleiðsögumönnum, skátaforingjum, landvörðum sem hafa séð um barna og unglingastarf sem þetta í ára raðir þau:
Þórdís Kristvinsdóttir, Bjarki Sigurðsson, Ásmundur Máni Þorsteinsson, Hildur Bergsdóttir, Sæunn Sigvaldadóttir og fleiri. Lesa má nánar um teymið okkar hér á síðunni undir Fólkið
Úti er ævintýri og við hlökkum til komandi hausts og vetrar.
Comments